fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Björn telur tímabært að rússneski sendiherrann verði rekinn úr landi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2023 09:00

Mikhail V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að tími sé kominn til að reka rússneska sendiherrann úr landi.

Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að brottrekstur sendiherrans gæti valdið Íslendingum vandræðum í Rússlandi. „Hins vegar er það svo að það ríkir ekki gagnkvæmni. Stjórnmálasamband er reist á því að það séu gagnkvæm réttindi og sambærilegar skyldur sem ber að virða í gistilandinu, hvort sem er hér eða í Moskvu. Ég veit ekki til þess að sendiherra Íslands hafi sama svigrúm og rússneski sendiherrann hér til afskipta af rússneskum málefnum,“ sagði Björn.

Hann sagði að utanríkisráðuneytið hafi ekki gert nett með tillögu hans um að reka sendiherrann úr landi en hún hafi verið sett fram til að vekja athygli á hversu ósvífin ummæli sendiherrans séu hvað eftir annað. Hann hafi ítrekað talað niðrandi um Íslendinga og íslenska ráðamenn.

„Skömmu eftir að átökin hófust í Úkraínu, lét hann eins og rússneska sendiráðið sætti einhverju óvægilegu áreiti frá almenningi hér á landi. Það birtust fréttir í rússneskum fjölmiðlum sem settu Ísland í neikvætt ljós,“ sagði Björn einnig.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“