Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið sem vann 7-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Kantmaðurinn knái lagði upp þrjú mörk.
„Þetta var gott eftir síðasta skell. Við litum á þetta sem skyldusigur og kláruðum verkefnið vel.
Þetta var það eina sem við gátum gert eftir síðasta leik,“ segir Jón Dagur, en eins og flestir vita tapaði Ísland 3-0 gegn Bosníu á fimmtudag.
„Nú getum við aðeins lagt Bosníu-leiknum. Auðvitað vildum við meira frá þessu verkefni. Það er ekki hægt að segja annað. Við gerðum samt það sem við áttum að gera í dag.“
Viðtalið í heild er hér að neðan.