Þeim er heitið greiðslum í reiðufé, bónusum og öðrum hlunnindum fyrir að ganga í herinn. Hringt er í karlmenn og reynt að sannfæra þá um að ganga í herinn. Fulltrúar hersins vinna með háskólum og félagsþjónustunni við að reyna að lokka stúdenta og atvinnulausa í herinn.
Rússar hafa orðið fyrir gríðarlegu mannfalli í Úkraínu og skortir sárlega menn til að senda á vígvöllinn. Kremlverjar hafa vísað á bug fréttum um að þeir hyggist grípa til nýrrar herkvaðningar en í september voru 300.000 menn kvaddir í herinn.
Sérfræðingar hafa sagt að þeir hafi þörf fyrir að kalla allt að 500.000 menn í herinn nú.