Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Ísland er komið í 2-0 gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024.
Davíð Kristján Ólafsson hafði skorað fyrsta mark Íslands en Hákon Arnar Haraldsson tvöfaldaði svo forystuna.
Markið gerði hann eftir glæsilegan undirbúning Arons Einars Gunnarssonar.
Hákon skoraði reyndar aftur skömmu síðar eftir glæsilegt samspil við Arnór Sigurðsson en með aðstoð VAR var markið dæmt ógilt vegna brots í aðdragandanum.