N’Golo Kante, leikmaður Chelsea, er loksins að snúa aftur til baka eftir löng meiðsli.
Kante spilaði klukkutíma í æfingaleik Chelsea og Charlton í vikunni og slapp ómeiddur úr verkefninu.
Þessi 31 árs gamli Frakki er einn mikilvægasti leikmaður Chelsea sem þarf svo sannarlega á honum að halda.
Mason Mount, liðsfélagi Kante, var mættur á leikinn til að styðja sinn mann og klæddist hans treyju.
Thiago Silva er einnig liðsfélagi Kante og var líka í stúkunni en tók ekki upp á því sama og Mount.