Johan Micoud, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, hefur komið stórstjörnunni Lionel Messi til varnar.
Franskir miðlar sem og fyrrum leikmenn Paris Saint-Germain hafa sagt að Messi sé alveg sama um gengi PSG og vilji bara komast burt sem fyrst.
Talað er um að Messi sé ekki að reyna sitt besta til að koma í veg fyrir að skrifa undir nýjan samning í París.
Micoud tekur þetta alls ekki í mál og segir að fólk sé einfaldlega að bulla og viti ekkert um viðhorf Messi í frönsku höfuðborginni.
,,Þú getur ekki sett orð í hans munn. Hvað gerir þér kleift að segja að honum sé alveg sama um PSG?“ sagði Micoud.
,,Sagði hann ykkur það? Nei en þið látið þannig. Þið getið sagt að hann sé ekki ánægður hérna en ekki að PSG skipti engu máli.“
,,Ég sé það ekki á vellinum, ég sé engan leikmann með þannig líkamstjáningu. Ég get ekki leyft ykkur að tala svona, þetta er ekki satt.“