Það er ekki alltaf dans á rósum að vera knattspyrnumaður ef þú spyrð bakvörðinn og stórstjörnuna, Alphonso Davies.
Davies er landsliðsmaður Kanada en hefur gert garðinn frægan sem leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi.
Davies viðurkennir að honum leiðist verulega eftir æfingar og hefur lítið´sem ekkert að gera er fótboltinn er ekki í boði.
,,Að vera atvinnumaður í knattspyrnu er mjög svalt, það er enginn vafi á því. Ég get slakað á og notið lífsins,“ sagði Davies.
,,Eftir æfingar hins vegar þá er ekkert fyrir mig að gera.Ég er ekki með fjölskyldu og kærastan mín býr ekki með mér, ég er alveg einn.“
,,Það er smá áhyggjuefni að hafa ekkert að gera, sérstaklega þegar allir vinir þínir eru í vinnunni. Ég á svona fimm vini, ég er vinsæll aumingi.“