Margir knattspyrnuaðdáendur voru undrandi í vikunni er greint var frá því að sjónvarpsþátturinn Soccer AM væri senn á enda.
Soccer AM hefur verið þáttur á sjónvarpsstöðinni Sky Sports í tæplega 30 ár og var um tíma gríðarlega vinsæll.
Fyrrum atvinnumaðurinn Jimmy Bullard öðlaðist vinsældir sem einn af þáttastjórnendum en nú eru aðeins níu þættir eftir.
Sky hefur tekið ákvörðun um að þetta verði síðasta tímabilið á Englandi þar sem þátturinn er sýndur.
Samkvæmt breskum miðlum voru þáttastjórnendur steinhissa og bálreiðir er þeir heyrðu af fréttunum sem komu verulega á óvart.
Þátturinn var fyrst sýndur 1995 og hafa fjölmargar stjörnur komið við sögu þar sem grín var yfirleitt aðal markmiðið.
,,Sorglegustu fréttir sem ég hef heyrt síðan COVID fór af stað,“ skrifar einn og er sár vegna ákvörðun Sky.
Annar bætir við: ,,Græðgi og ekkert annað. Hugsið um fólkið og hættið að hugsa um peninga.“