Það muna margir eftir sóknarmanninum Eder sem lék til að mynda með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
Eder lék þar árið 2015 en skoraði ekkert mark í 13 leikjum og var lánaður til Lille í Frakklandi ári seinna.
Þar skoraði Eder sex mörk í 13 deildarleikjum sem var nóg til að tryggja sæti hans í portúgalska landsliðshópnum fyrir EM 2016.
Eder varð þjóðarhetja í Portúgal eftir það mót en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í úrslitaleiknum gegn Frökkum.
Portúgal vann 1-0 en eftir það hefur ferill leikmannsins svo sannarlega legið niður á við.
Eder er 35 ára gamall í dag og eftir að hafa toppað sig á ferlinum fór hann aftur til Lille og skoraði 13 mörk í 41 leik.
Eftir það fór framherjinn til Rússlands til Lokomotiv Moskvu og náði aðeins að gera 15 mörk í 119 leikjum.
Hann var látinn fara og samdi við Al Raed í Sádí Arabíu og gerði sex mörk alls. Í dag er hann án félags og ku vera að íhuga að leggja skóna á hilluna.