The Sun birti ansi skemmtilegra grein í gær þar sem miðillinn fór yfir matinn sem er oft í boði í leikjum á Englandi.
Maturinn þar í landi og á leikjum getur oft verið skelfilegur en myndirnar tala svo sannarlega sínu máli.
Yfirleitt eru ‘máltíðirnar’ ekki dýrar og afsakar það marga að senda þær til baka.
Aðallega er um mat í ensku neðri deildunum að ræða eins og má sjá hér.
,,Tvö pund sem ég fæ aldrei til baka,“ skrifar George Tucker eftir leik Frome Town í utandeildinni.
,,Er þetta ein eða tvær Michelin stjörnur?“ skrifar Archie Steven Crane við ansi undarlegan rétt.