Það eru góðar líkur á því að Real Madrid muni gera allt til að tryggja sér þjónustu framherjans Erling Haaland á næsta ári.
Spænski miðillinn AS greinir frá þessu en Haaland er einn besti ef ekki besti framherji heims um þessar mundir.
Norðmaðurinn hefur verið stórkostlegur á tímabilinu og skorað 28 mörk og lagt upp önnur fimm í 26 deildarleikjum.
Það hefur alltaf verið draumur Haaland að spila fyrir Real en leikmenn á borð við Kylian Mbappe eru með sama markmið.
Haaland er samningsbundinn til 2025 og myndi kosta yfir 200 milljónir punda ef hann færir sig um set samkvæmt mörgum heimildum.
Real Madrid hefur engar áhyggjur af því og setur stefnuna algjörlega að Haaland sem gæti orðið leikmaður liðsins 2024.