Martin Zubimendi, leikmaður Real Sociedad, hefur verið orðaður við bæði Barcelona og Arsenal.
Zubimendi er 24 ára gamall en hann á fjögur ár eftir af samningi sínum þar sem hann fær 51 þúsund pund á viku.
Zubimendi á að baki einn landsleik fyrir Spán en hann hefur allan sinn feril leikið fyrir Sociedad og er uppalinn hjá félaginu.
Hann hefur verið orðaður við félög í dágóðan tíma og var búist við að hann myndi semja við annað félag í sumar en útlit er fyrir að það verði ekki raunin.
,,Ég sagði umboðsmanni mínum að ég hefði engan áhuga á að heyra frá öðrum liðum, sérstaklega frá öðru liði,“ sagði Zubimendi.
,,Þegar einhver vill vera hjá félagi þá skiptir engu máli hvert kaupákvæðið er. Þetta verður annað rólegt sumar. Ég er ánægður hjá Real Sociedad.“