fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Keypti líffæri af spilltum starfsmanni líkhúss og endurseldi með stórgróða – Var stoltur af hinu ógeðfellda safni sínu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 25. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Lee Pauley faldi aldrei áhuga sinn á alls kyns furðuhlutum, ekki síst líkamsleifum látins fólks. 

Pauley átti stórt safn mannabeina, meðal annars heilar beinagrindur. 

En smám saman jókst þessi árátta Pauley fyrir líkamsleifum og átti hún eftir að leiða hann inn á afar dimmar, skelfilegar og ólöglega slóðir. 

Pauley, myndin er af vefsíðu hans.

Virtist allt löglegt í fyrstu

Yfirvöld heyrðu fyrst af Pauley í fyrra og fannst ástæða til að kanna nánar. Gefin var út heimild til leitar á heimili Pauley og fannst mikið magn mannabeina, svo og fyrrnefndar beinagrindur.

En við nánari athugun kom ekkert i ljós sem gaf annað til kynna en að Pauley hefði orðið sér úti um beinin á fullkomlega löglegan hátt. 

Málið var því látið niður falla. En ekki leið á löngu þar til lögreglu barst ábending frá borgara sem hafði verið brugðið við að skoða Facebook síðu sem Pauly var afar virkur á. 

Mynd af vefsiðu Pauley

Sú heitir  The Grand Wunderkammer og sé smellt á linkinn má sjá að þar er engar færslur lengur að finna, aðeins yfirlýsingu um að „tæknilega örðugleika” og er sá póstur dagsettur 22. ágúst í fyrra. 

Það má spyrja sig að hvort um tilviljun sé að ræða en Pauley var handtekinn sléttum mánuði fyrr, þann 22. júlí. 

Á síðunni auglýsti Pauley meðal annar þjónustu í formi fyrirlestra og skemmtunar. Á síðunni var einnig að finna tengil yfir á vefsíðu hans en þar bauð hann mannabein og aðra líkamsparta til sölu. 

Á Facebook síðunni voru einnig ógeðfelldar myndir af líkamsleifum.

Jeremy Lee Pauley á handtökumynd

Full ílát af líffærum

Líffæri þóttu öllu alvarlegra mál en gamlar beinagrindur og því var talið ráðlegt að kanna íbúð Pauley betur.

Við seinni leitina fannst fjöldi íláta sem öll voru smekkfull, meðal annars af hjörtum, lungum, lifrum, heilum og nýrum, svo fátt eitt sé nefnt.

Meðal þess sem fannst var kjálki af barni, enn með skjannahvítum tönnum, og virtist sá grunsamlega nýr. 

Einnig fundust nokkrir pakkar, sem allir innihéldu líffæri. Viðtakandinn var Pauley en sendandinn kona að nafni Candace Scott og bjó sú í Arkansas. 

Starfsmaður líkhússins

Taldi lögregla tímabært að ræða nánar við þessa Candace Scott. 

Í ljós kom að Scott starfaði í líkhúsi og stolið líffærunum þaðan. Hinir látnu höfðu veitt leyfi fyrir að líkamsleifar þeirra yrðu nýttar í þágu rannsókna. 

Meðal þess sem fannst í íbúð Pauley voru þúsundir tanna.

Áttu líffærin að fara til læknadeildar háskólans í Arkansas en þangað náðu þau aldrei þar sem Scott stal þeim. Hún hafði komist í samband við Pauley í gegnum Facebook og hafði Pauley þegar greitt Scott 4000 dollara, eða rúmlega 560 þúsund krónur íslenskar, fyrir góssið. 

Þegar að lögregla bankaði upp á hjá Scott var hún önnum kafin við að pakka fleiri líffærum og enn fleiri kassar fundust í pósti, kassar sem enn höfðu ekki náð til Pauley. 

Hann endurseldi svo líffærin, eða í það minnsta hluta þeirra, á margföldu verði í gegnum Facebook og það er ógeðfellt til þess að hugsa hver markhópur fyrir slíkan varning er.

Enn önnur mynd af vef Pauley

Lagaramminn vandamál

Scott var handtekin svo og Pauley. En saksóknari átti í mestu vandræðum með að leggja fram ákærur á hendur honum.

Téður saksóknari, Sean McCormack, sagðist á sínum 33 ára ferli aldrei hafa lent í öðru eins þar sem lítið sem ekkert reyndist vera til innan ramma laganna sem varðaði kaup og sölu á líkamshlutum á við líffæri. 

Í ljós kom að margt af því sem saksóknari hafði upphaflega lagt upp með að ákæra Pauley um reyndist vera fullkomlega löglegt.

Löggjafarvaldinu hafði einfaldlega ekki dottið í hug að setja lög um slíkt viðskipti enda hafði enginn verið myrtur í þeim tilgangi að ná líffærunum né var unnt að nota þau við líffæraflutninga, en við slíku eru þungar refsingar. 

Úr safni Pauley

En Pauely hafði samt sem áður ekki alfarið haldið sig innan lagarammans og svo fór að Pauley var ákærður fyrir misnotkun á líkum, móttöku á stolnum „varningi” og þátttöku í skipulagðri glæpastarfssemi.

Jeremy Lee Pauley var látinn laus gegn 50 þúsund dollara tryggingu og gengur laus. 

Vefsíða hans er enn opin þeim er er þora að skoða myndefnið sem þar er að finna.

Réttað verður yfir Pauley síðar á þessu ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í