Manchester United ætlar í samkeppni við Chelsea um sóknarmanninn Joao Felix næsta sumar.
AS á Spáni greinir frá en Felix er samningsbundinn Atletico Madrid en er á láni hjá þeim bláklæddu.
Chelsea ætlar að reyna að tryggja sér Felix endanlega næsta sumar en þyrfti að selja leikmenn svo það gengi upp.
Atletico mun vilja himinháa upphæð fyrir Felix sem var áður á óskalista Man Utd en gekk síðar í raðir Chelsea.
AS segir að Man Utd sé ekki búið að gefa upp vonina og mun reyna að etja kappi á markaðnum í sumar en allar líkur eru á að Felix sé á förum.
Talið er að ensku félögin þurfi að borga um 80 milljónir punda til að tryggja sér þjónustu Felix endanlega.