Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Á morgun mætir íslenska karlalandsliðið Leichtenstein hér ytra í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2024.
Illa fór í fyrsta leik Íslands í Bosníu-Hersegóvínu. 3-0 tap varð niðurstaðan þar.
Það er því pressa á Arnari Þór Viðarssyni og hans mönnum að sýna góða frammistöðu á morgun. Um skyldusigur er að ræða.
Meira:
Sjáðu myndirnar: Hér leika Strákarnir okkar á morgun – Flott umhverfi
Frá því Arnar tók við landsliðinu í lok árs 2020 hefur liðið aðeins unnið tvo mótsleiki. Í bæði skiptin var það gegn Liechtenstein.
Með sigri á morgun verður Ísland því komið með þrjá sigra undir stjórn Arnars, alla gegn Liechtenstein.
Það er ljóst að sigur á morgun mun ekki leysa undan þeirri pressu sem er á Arnari. Sannfærandi frammistaða myndi þó gleðja þjóðina.
Meira:
Algjör skyldusigur Íslands