Það er ekki á hverjum degi að leikmenn Panama fá að hitta stórstjörnur en það gerðist á fimmtudag.
Leikmenn Panama spiluðu þá við Argentínu í vináttuleik en honum lauk með 2-0 sigri Argentínu.
Eftir leik var slegist um treyju miðjumannsins Enzo Fernandez sem spilar með Chelsea á Englandi.
Nokkrir leikmenn Panama báðu um treyju Enzo sem leið nokkuð vandræðalega eins og má sjá hér fyrir neðan.
Sjón er sögu ríkari.
Love this video of Enzo Fernandez surrounded by Panama players who want his shirt. pic.twitter.com/N4SiqQOuiS
— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) March 24, 2023