Cristiano Ronaldo er launahæsti leikmaður heims en hann þénar 173 milljónir punda hjá Al-Nassr í Sádí Arabíu.
Ronaldo er 38 ára gamall en hann er einn allra besti fótboltamaður sögunnar og er yfirleitt ansi upptekinn.
Kærasta hans, Georgina Rodriguez, átti afmæli þann 27. janúar og náði loksins að eyða deginum með Ronaldo á afmælisdeginum.
Hingað til hefur það ekki venjan vegna leikjaálags leikmannsins en hann gaf henni þó enga gjöf að þessu sinni – fyrir utan tíma.
Það var það eina sem Georgina vildi og var hún svo ánægð er Ronaldo gat eytt deginum og kvöldi með fjölskyldu og vinum.
,,Á þessu ári þá gaf hann mér hans tíma því ég á alltaf afmæli þegar hann spilar leiki og ég hef náð að eyða litlum sem engum tíma með honum,“ sagði Georgina.
,,Á þessu ári þá náði hann að eyða deginum með mér og ég var svo ánægð að geta notið hans veru á afmælinu, bæði með honum, fjölskyldu, börnum og vinum.“