Í Fréttavaktinni 24. mars 2023:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður ræða fréttir vikunnar, vaxtahækkanir og fleira sem snertir lífið í landinu.
Helena Rós Sturludóttir ræðir við unga vaska drengi sem reist hafa kofa við Reynisvatn. Nú hafa borgin og Heilbrigðiseftirlitið gert drengjunum að rífa kofann fyrstu vikuna í apríl, ella muni borgin sjálf koma að því. Drengirnir eru ekki sáttir við stöðu mála.
Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar alla virka daga klukkan 18.30.