fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Nína býður upp á djúsí og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem steinliggur

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 24. mars 2023 15:00

Nína Ricther sjónvarpskona og nýr umsjónarmaður Fréttavaktarinnar býður hér upp á djúsí og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem steinliggur. Hún leggur áherslu á að vera með einfalda matargerð um helgar enda eru þær annasamar á hennar heimili. DV/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nína Richter fjölmiðla- og sjónvarpskona býður upp á djúsi og fjölskylduvænan helgarmatseðil sem þið eigið eftir að elska. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og nýtur þess að vera í eldhúsinu með manninum sínum og börnum.

Nína er gift Kristjáni Hrannari Pálssyni organista og eiga þau saman tvö börn. Þau búa í gömlu húsi með sál  í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem rómantíkin blómstrar.

Gaman er að segja frá því að Nína er nýr umsjónarmaður Fréttavaktarinnar á Hringbraut og sinnir því samhliða blaðamennsku af ýmsum toga og öðrum ritstörfum. Hún er einstaklega fjölhæf og á auðvelt með að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég syng líka með útfararkvartett og kór og spila badminton í frístundum,“ segir Nína og brosir.

Toppurinn að nota hráefni sem maður hefur ræktað sjálfur

Þegar kemur að matargerðinni segist Nína njóta þess að elda og borða góðan mat og þau fjölskyldan nýti hvert tækifæri sem gefst til að laga mat saman. „Helgarnar okkar eru yfirleitt annasamar, enda er Kristján organisti og vinnur oft á sunnudögum. Matseðillinn einkennist því af máltíðum sem eru einfaldar og fljótlegar. Okkur finnst voða gaman að leyfa krökkunum að taka þátt í eldhúsinu, en þau eru sex og átta ára og mjög dugleg við að aðstoða í bakstri, eitthvað sem þeim finnst algjörlega æðislegt. Toppurinn er auðvitað að nota hráefni sem maður hefur ræktað sjálfur og við erum alltaf að stækka aðeins við okkur í þeirri deild.“

Þessa helgina lítur matseðillinn hjá Nínu og fjölskyldu svona út.

Föstudagur – Grænkálsflögur og kjötsúpa a la Kristján Hrannars

„Við erum með stóran og góðan garð og þar höfum við matjurtagarð sem gefur ótrúlega vel af sér frá vori og langt fram á haust, kartöflur, myntu, kóríander, lauk og kál. Það er hlægilega auðvelt að rækta gott grænkál ef plássið er fyrir hendi. Kálið þolir bæði veður og vind og sprettur langt fram eftir vetri. Svo er það brjálæðislega hollt og gott og gott í pestó, djúsa, sósur, salöt og sem snakk.“

Besta snakkið -Grænkálsflögur

Forhitið ofninn í 200°C hita. Skellið kálinu á smjörpappír og penslið með ólívuolíu og stráið Maldon salti yfir. Bakið í 5-8 mínútur. Njótið yfir góðri bíómynd eða spjalli.

„Við fjölskyldan erum mikið súpufólk og það helst kannski í hendur við að búa í gömlu húsi þar sem verður kalt á veturna. Kjötsúpa er frábær matur, góð ef ekki betri daginn eftir og full af hollustu. Gott að skella í súpu á föstudagskvöldi og eiga afgang til að grípa í hádeginu daginn eftir. Kristján Hrannar, maðurinn minn, hefur þróað þessa uppskrift í gegnum árin og þetta er útfærslan sem hann styðst við í dag.“

Kjötsúpan a la Kristjáns Hrannars

Fennel eftir smekk

Rófur eftir smekk

Kartöflur eftir smekk

Gulrætur eftir smekk

Súpujurtir eftir smekk

Súpukjöt eftir smekk

3 teningar grænmetiskraftur

Það er mikilvægur liður í þessu að setja kjötið fyrst í pott með vatni og láta suðuna koma upp, og hella þá ullarfroðunni af kjötinu til að það verði ekki ullarbragð af þessu. Þá er þetta skolað með köldu vatni og suðan látin koma upp að nýju, um leið og sá pottur hefur verið kominn á, þá er grænmetinu skellt ofan í – nema fennelinu.  Það er aðallega bara að setja fennelrótina svona 5 mínútum áður en súpan er tekin af.

Laugardagur – Kjúklingavængir

„Á laugardagskvöldum er ekkert betra en að fá sér kjúklingavængi og bera þá fram með grænmæti og ljúffengri sósu. Við fjölskyldan elskum það.“

Uppskriftin má sjá hér

Kjúklingavængir

900 g kjúklingavængir

2 msk. ólífuolía

salt og pipar

1 tsk. hvítlaukskrydd

¼ bolli hot sauce

4 msk. smjör

2 msk. hunang

Ranch-sósa, til að bera fram með

Niðurskornar gulrætur, til að bera fram með

Niðurskorið sellerí, til að bera fram með

Hitið ofninn í 200°C. Setjið vængina í stóra skál og blandið olíu saman við. Blandið vel og kryddið með salti, pipar og hvítlaukskryddi. Raðið vængjunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 50 til 60 mínútur, er það til skinnið er stökkt. Gott er að snúa vængjunum þegar að tíminn er hálfnaður. Blandið hot sauce og hunangi saman í litlum potti. Náið upp suðu og blandið síðan smjörinu saman við. Látið malla í um 2 mínútur. Setjið eldaða vængina aftur í skálina og blandið hunangssósunni saman við. Stillið á grillstillingu í ofninum og grillið vængina í um 3 mínútur. Berið fram með Ranch-sósu og grænmeti.

Sunnudagur – Sítrónukaka að hætti Sjafnar

„Sítrónukaka úr smiðju Sjafnar Þórðardóttur. Við fjölskyldan erum mikið sítrónufólk og okkur finnst mjög gaman að baka um helgar. Við höfum prófað ýmsar útfærslur af sítrónuköku og þessi frá Sjöfn er sérlega góð.“

Uppskriftina má sjá hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum