Yfirtaka á Manchester United er ólíklegri en áður samkvæmt frétt Daily Mail sem segir að enginn muni bjóða þá 6 milljarða punda sem Glazer fjölskyldan vill.
Farsi hefur verið í kringum söluna síðustu daga eftir að Raine félagið sem sér um söluna fékk ekki tilboðin í tíma og lengdi í frestinum.
Sir Jim Ratcliffe hefur skilað inn formlegu tilboði og talið er að Sheik Jassim frá Katar skili sínu tilboði inn í dag.
Daily Mail segir að í kringum tilboðin séu aðilar farnir að hallast að því að Glazer fjölskyldan muni ekki selja félagið.
Fjölskyldan vill 6 milljarða punda en talið er að hæsta tilboð verði rúmlega 5 milljarðar punda. Í dag virðist því líklegast að Glazer fjölskyldan fái inn aðila með fjármagn sem munu hjálpa til við að endurskipuleggja rekstur félagsins.