Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Það er nú þegar orðið nokkuð þétt setið í stúkunni hér á Bilino Polje leikvanginum í Zenica þegar rúmur hálftími er í leik Bosníu-Hersegóvínu og Íslands.
Liðin mætast í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2024.
Stuðningsmenn hér í Zenica eru þekktir fyrir að vera ansi harðir og mátti til að mynda sjá slatta af fólki mæta í stúkuna þegar enn voru um tveir tímar í leik.
Íslenska liðið kom út að hita upp nú fyrir skömmu og fengu vægast sagt ekki blíðar móttökur. Það var baulað á þá af krafti.
Leikurinn hefst nú klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Lærisveinar Arnars Þórs Viðarssonar ætlar sér þrjú stig.
Þrjár stærstu stjörnur Bosníu, Edin Dzeko, Miralem Pjanic og Sead Kolasinac, eru ekki í byrjunarliði Bosníu í kvöld. Þeir tveir síðastnefndu vegna meiðsla en Dzeko er á bekknum.