fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Fókus
Fimmtudaginn 23. mars 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur opnað sig um skilnaðinn við ruðningskappann Tom Brady í nýjasta tölublaði Vanity Fair.

Þar rekur hún að þau hjónin hafi fjarlægst hvort annað í gegnum hjónabandið og hafi skilnaðurinn ekkert haft með það að gera að Tom Brady hafi hætt við að segja skilið við ruðninginn.

Sá orðrómur hefur gengið að Gisele hafi gefið Tom úrslitakosti, annað hvort myndi hann hætta í ruðningi eða hún myndi skilja við hann. Gisele segir í viðtalinu að orðrómurinn sé særandi og sé hann það galnasta sem hún hafi heyrt.

„Stundum þroskast maður saman, stundum þroskast maður í sundur,“ sagði Gisele.

„Þegar ég var 26 ára og hann var 29 ára, þá hittumst við, við vildum fjölskyldu og við vildum hluti saman. Með tíð og tíma áttuðum við okkur á því að við vildum ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.

Það þýðir ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að vera trúar sjálfum sér og virkilega lifa lífinu sem maður vill lifa þá þarf maður að hafa einhvern sem getur mætt manni í miðjunni, er það ekki? Þetta er dans. Þetta er jafnvægi.“

Gisele sagði að hún muni áfram styðja við Tom og hvetja hann áfram. Hún óski honum hamingju.

„Ég vil að hann nái árangri og sigri heiminn. Ég vil að draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vilt frá mínum dýpstu hjartarótum.“

Gisele og Tom eiga tvö börn saman, Vivian sem er 10 ára og Benjamin sem er 13 ára.

Frá því að fregnir bárust af skilnaði þeirra hefur Tom ákveðið að setjast fyrir fullt og allt í helgan stein frá ruðningnum.

Tom hefur ekki formlega tjáð sig um viðtalið við Gisele en hann birti þó á Instagram óræða færslu.

Þar vísar hann til skáldsins Ralph Waldo Emerson og birti tilvitnunina:

„Hvað er árangur? Að hlæja oft og mikið; Að vinna sér inn virðingu greindra einstaklinga og ástúð barna; að vera metinn af hreinskilnum gagnrýnendum og þola svik falskra vina; að kunna að meta fegurðina; að sjá það besta í öðrum; að skilja heiminn eftir ögn betri hvort sem það er með heilbrigðu barni, grónum reit eða betri félagslegar aðstæður; að vita til þess að jafnvel bara eitt líf hafi andað léttar því þú hefur lifað. Þetta er það að ná árangri.“

Fjölmiðlar hið ytra hafa sérstaklega velt fyrir sér hvort orðin „svik falskra vina“ séu þarna vísun til Gisele. En það eru víst bara getgátur á þessu stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram