Vincent Kompany stjóri Burnley er á óskalista Tottenham nú þegar enska félagið er að reyna að reka Antonio Conte úr starfi. Guardian segir frá.
Kompany er á sínu fyrsta tímabili með Burnley og er liðið svo gott sem komið upp í ensku úrvalsdeildina.
Kompany hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína hjá Burnley en áður stýrði hann Anderlect.
Stjórnarmenn Tottenham hafa fengið nóg af Conte og er ekki búist við öðru en að ítalski stjórinn verði rekinn í vikunni.
Fleiri stjórar eru orðaðir við starfið og má þar nefna Mauricip Pochettinho fyrrum stjóra Tottenham ásamt Oliver Glasner hjá Franfkurt.