Á morgun, föstudag, verður opin samverustund í Digraneskirkju klukkan 17 vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar, handknattleiksþjálfara og kennara, sem hefur verið saknað frá 2. mars.
Handbolti.is greinir frá þessu. Samverustundin er öllum opin en hana leiðir Sr. Alfreð Örn Einarsson. „Við ætlum að koma saman og senda Arnari hlýja strauma, ljós og birtu,“ segir í tilkynningu vegna samverustundarinnar.
Facebook-viðburður samkomunnar er hér.