Frestur til að gera tilboð í Manchester United var framlengdur til morguns en búist er við að Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe geri tilboð. Fleiri tilboð hafa svo borist
Báðir hópar höfðu gert tilboð í gær en drógu það til baka þegar Raine fjárfestingarsjóðurinn sem sér um söluferlið fyrir Glazer fjölskylduna.
Núna segir Telegraph frá því að Elliott Investment Management hafi gert tilboð til þess að kaupa minnihluta í félaginu og eiga það þá með Glazer fjölskyldunni.
Fyrirtækið átti áður AC Milan og er félagið einnig til að fjármagna kaup fyrir aðra aðila.
EXCLUSIVE: Elliott Investment Management has submitted an offer for a minority stake in Manchester United. Former AC Milan owners also offering financing to other bidders. https://t.co/3tLaFnLWSj
— Matt Lawton (@Lawton_Times) March 23, 2023
Þá hefur finnski fjárslýmaðurinn Thomas Zilliacus búinn að gera tilboð í félagið. Hann vill að allir stuðningsmenn United kaupi hlut í félaginu takist honum að eignast það.
Zilliacus segir að fyrirtæki hans fjármagni helming kaupanna en að stuðningsmenn fjármagni hinn helminginn og eigi hlut í félaginu.
Glazer fjölskyldan tekur ákvörðun um framhaldið á næstu dögum en talið er að þau vilji 6 milljarða punda fyrir félagið. Hingað til hefur enginn lýst yfir áhuga á að borga það verð.
OFFICIAL: Thomas Zilliacus, a Finnish entrepreneur who is the founder and chairman of novaM Group, has submitted a bid to buy #mufc through XXI Century Capital, an investment firm owned by his holding company.
— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 23, 2023