Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Íslenska karlalandsliðið ferðaðist til Bosníu-Hersegóvínu í gær og mætir þar heimamönnum í kvöld. Liðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í höfuðborginn Sarajevó. Leikurinn fer hins vegar fram 70 kílómetrum sunnar, í Zenica.
Meira
Komið að stóru stundinni í Zenica – Sjáðu frá stemningunni í borginni á leikdegi
Um fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2024 er að ræða. Auk Íslands og Bosníu eru Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liecthenstein í riðlinum.
Bæði lið gera sér því vonir um að vera á meðal tveggja efstu í undanriðlinum og komast þannig á EM í Þýskalandi.
Hér að neðan má sjá myndir af hóteli Íslands í Sarajevó.