Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United dróg sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla og fær því frí.
Rashford hefur spilað mikið á síðustu vikum og Erik ten Hag leyfði honum að taka sér frí næstu dagana.
Rashford er mættur til New York þar sem hann nýtur lífsins og fer um þessa mögnuðu borg.
Rashford vakti athygli í borginni í gær fyrir klæðnað sinn en hann reyndi að fara huldu höfði í kuldanum í New York.
Rashford hefur spilað frábærlega undanfarið og má segja að hann sé orðinn heimsfrægur, þess vegna er kannski betra að fara huldu höfði í stórborginni.
Klæðnaðinn má sjá hér að neðan.