fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Bíómynd um viðburðaríka ævi listmálarans Munch frumsýnd á morgun

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. mars 2023 13:30

Norska bíómyndin Munch verður frumsýnd á Viaplay á morgun, föstudaginn 24. mars. Myndin hefur fengið glimrandi dóma eftir að hún var frumsýnd í norskum bíóhúsum enda um stórgóða mynd að ræða sem sýnir fjögur stærstu tímabil í lífi þessa fágæta listmálara. MYNDIR/VIAPLAY.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska bíómyndin Munch verður frumsýnd á Viaplay á morgun, föstudaginn 24. mars. Myndin hefur fengið glimrandi dóma eftir að hún var frumsýnd í norskum bíóhúsum í janúar síðastliðinn.

Málarinn heimsþekkti, Edvard Munch, er leikinn af fjórum þekktum, norskum leikurum, Alfred Ekker Strande, Mattis Herman Nyquist, Ola G. Furuseth og Anne Krigesvoll.

List Edvards Munchs er þekkt um allan heim en mun færri þekkja til hans dramatíska lífshlaups. Í kvikmyndinni er kastljósinu beint að fjórum mikilvægustu og mest afgerandi tímabilum í lífi hans.

Fjögur tímabil af ævi Munch

Bíómyndin segir frá því þegar Edvard Munch varð ástfanginn í fyrsta sinn, af giftri konu, af niðurlægingu hans sem listamanns þegar fyrstu sýningu hans í Berlín var hafnað og lokað. Myndin fjallar einnig um afdrifaríka innlögn Munchs á taugaklínik í Kaupmannahöfn þar sem hann neyðist til að taka stærstu og áhrifamestu ákvörðun lífs síns, áður en hann á síðasta æviskeiðinu berst fyrir því að bjarga listrænum arfi sínum frá nasistum í stríðinu. Þessi fjögur tímabil í ævi Munchs sýna margar en ólíkar hliðar þessarar einstöku manneskju og listamanns.

Stiklu úr myndinni má sjá hér:

Munch stikla
play-sharp-fill

Munch stikla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Hide picture