Stjarna í ensku úrvalsdeildinni hefur verið handtekin á nýjan leik eftir að þriðja konan sakaði hann um kynferðisbrot.
Ensk blöð segja frá en geta ekki nafngreint manninn af lagalegum ástæðum.
Leikmaðurinn hefur undanfarna klukkutíma verið yfirheyrður en konan sakar hann um kynferðisbrot í febrúar á síðasta ári, á meint brot að hafa átt sér stað í Hertfordshire í London.
Leikmaðurinn sem lék með þjóð sinni á HM í Katar var fyrst handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Er hann búsettur í Norður-London. Hefur rannsókn lögreglu staðið yfir síðan þá.
Leikmaðurinn hefur haldið áfram að spila með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni. Hann er sakaður um fleiri brot en hin meintu brot áttu sér stað í apríl og júní árið 2021.
Leikmaðurinn er laus gegn tryggingu fram í júlí á þessu ári.