fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fréttir

Banaslys í Hvalfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona féll í gærmorgun niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði og lét lífið. Um var að ræða ferðamann. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að fallið úr gilinu var mjög hátt og konan lést samstundis. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Um hálf ellefu í gærmorgun barst lögreglu tilkynning um að erlendur ferðamaður hafi fallið niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði.

Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkraliði og fjölmennu liði frá björgunarsveitunum fóru á vettvang ásamt því að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Aðstæður voru erfiðar á vettvangi og fóru björgunarsveitarmenn upp gilið og komu að þar sem kona á þrítugsaldri fannst látin. Hún ásamt maka sínum höfðu verið tvö á gönguferð upp með gilinu að ofanverðu við Glym og hún fallið fram af brúninni. Fallið var mjög hátt og ljóst að konan lést samstundis.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi vinnur að rannsókn málsins.

Lögreglan á Vesturlandi vill koma framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að björgunaraðgerðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óútreiknanleg hegðun Trumps getur dregið úr trausti á Bandaríkjunum

Óútreiknanleg hegðun Trumps getur dregið úr trausti á Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins