Tuttugu þúsund áhorfendur voru mættir á Allianz Arena völlinn þegar FC Bayern tók á móti Arenal í Meistaradeildinni í kvöld.
Um var að ræða fyrri leik liðanan í átta liða úrslitum en Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru allan tímann á bekknum hjá Bayern í leiknum.
Lea Schüller skoraði eina mark leiksins en Glódís var allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Bayern.
Síðari leikurinn fer fram í London en staða Bayern er góð fyrir síðari leikinn.