fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Ótrúleg tilviljun: Umræðan í kringum andstæðing Íslands nánast eins og hér heima – „Ég hef reynt að hringja í hann, senda honum skilaboð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið mætir því bosníska í undakeppni Evrópumótsins 2024 á fimmtudag. Mikil umræða á sér stað í Bosníu í aðdraganda leiksins. Hún er þó ekki um leikmann sem er í hópnum, eitthvað sem við Íslendingar könnumst vel við.

Hópur Bosníu fyrir leikinn gegn Íslandi er kominn saman undir stjórn nýs þjálfara, Faruk Hadžibegić.

Hann valdi hins vegar ekki 22 ára gamlan framherja Toulouse, Said Hamulić, í hópinn. 

Þetta hefur vakið reiði einhverra, þar á meðal leikmannains að því er virðist. Hamulić þykir spennandi leikmaður en á enn eftir að spila landsleik.

„Ég hef sagt það og segi aftur að dyr landsliðsins standa alltaf opnar. Á meðan ég vel hópinn eru dyrnar alltaf opnar fyrir leikmönnum sem vilja spila. Það eru reglur. Ellefu byrja inn á. Fimm geta komið inn á en restin situr á bekknum. Ég get ekki boðið 60 leikmönnum. Allir ættu að bíða eftir sínu tækifæri,“ segir Hadžibegić við bosníska miðla.

Minnir þetta óneitanlega á mál Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara Íslands og Alberts Guðmundssonar.

Albert hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í haust og þeir virðast ekki ná saman.

„Þetta er eins og í fjölskyldu. Ef barnið þitt gerir þig reiðan ertu reiður í smá en elskar það samt,“ segir Hadžibegić.

„Ég hef reynt að hringja í hann, senda honum skilaboð. Hann hefur ekki svarað mér. Hvort sem hann er reiður eða skammast sín, ég vil ekki ræða það. Allt hefur sinn tíma. Það eru tveir leikir fram undan sem eru mun mikilvægari en þetta núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Í gær

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Í gær

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Í gær

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin