Takehiro Tomiyasu varnarmaður Arsenal spilar ekki meira á þessu tímabili eftir að hafa meiðst nokkuð alvarlega í síðustu viku.
Tomiyasu fór snemma af vell í leik liðsins gegn Sporting Lisbon í Evrópudeildinni í síðustu viku þegar Arsenal féll úr leik.
Meiðsli Tomiyasu voru á hné en hann var sendur í aðgerð í London sem heppnaðist vel.
Þetta verður til þess að Tomiyasu spilar ekki meira á tímabilinu en Arsenal er að berjast um sigur í ensku úrvalsdeildinni.
Tomiyasu hefur meira verið á bekknum í ár en fyrra en Arsenal spilar tíu leiki á síðustu tveimur mánuðum tímabilsins.
Arsenal confirm Takehiro Tomiyasu will not play again in 2022-23 after suffering a 'significant injury' to his right knee in the Europa League. 'Tomi has had successful surgery in London on Tuesday and will be ruled out for the remainder of this season.' #AFC
— Ben Dinnery (@BenDinnery) March 21, 2023