fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Borðstofur fræga fólksins – Of glæsilegar til að borða í?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. mars 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kíktum við inn í svefnherbergi nokkurra þekktra söngvara og leikara, þar sem stíllinn var ansi mismunandi.

Sjáðu stílinn í svefnherbergjum fræga fólksins

Nú er komið að borðstofunum, sem jafnframt eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar leggja áherslu á glamúr, meðan aðrir leggja heimilislegan og notalegan stíl. Margir fengu arkitekta og hönnuði með sér í lið til að innrétta borðstofuna, svo allt myndi nú njóta sín sem best.

Leikkonan Jessica Chastain fékk hönnuði sér til aðstoðar við að innrétta íbúðina í New York. Panell á veggjum er hvítlakkaður til mótvægis veggfóður, borð og stóla sem koma frá Ralph Lauren Home. Feneysk glerljósakróna og sænskur málaður spegill eru vintage.

Jessica Chastain

Söngvarinn Marc Anthony er með borð og stóla úr furu, útskorna barstóla úr mahóní og steinstyttur til skrauts.

Marc Anthony

Litríkur stíll tónlistarmannsins Elton John fær að njóta sín á heimili hans í Los Angeles. Vintage hlutir eins og Georg Jensen ljós, glerborð frá Pace International og stólar frá Paul Evans prýða rýmið. Málverk, ljósmyndir, glermunir og teppi setja síðan punktinn yfir litríka og skemmtilega borðstofu.

Elton John

Járn ljósakróna fangar augað í borðstofu leikarans George Clooney á heimili hans í Mexíkó.

George Clooney

Grey´s Anatomy leikkonan Ellen Pompeo valdi hvíta eik, satíngluggatjöld og tvö marókósk látúnsljósker fyrir heimili sitt í Los Angeles.

Ellen Pompeo


Meðleikari hennar í þáttunum, Patrick Dempsey eða doktor draumur, valdi sérsmíðað borðstofuborð úr tekki og ljósmyndir eftir Melvin Sokolsky fyrir heimili sitt í Malibu.

Patrick Dempsey

Málverk frá 1922 prýðir vegginn í borðstofu leikkonunnar Jane Fonda á búgarði hennar í New Mexico. Kertastjakar frá spænska nýlendutímanum prýða borðið.

Kourtney Kardashian er með sérsmíðað borð, vintage stóla, ljósakrónu, málverk og skúlptúr á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu.

Hjónin Ellen DeGeneres og Portia De Rossi eru með borð frá 19. Öld og baststóla í verandarborðstofu sinni á heimili þeirra í Beverly Hills.

Ellen DeGeneres og Portia de Rossi

Hjónin Sharon og Ozzy Osbourne skiptu aldeilis um stíl frá fyrra heimili, þar sem gotneskur stíll réði ríkjum og raunveruleikaþættir þeirra voru teknir upp. Núna er það frönsk ljósakróna frá 19. Öld, hönnunarborð og stólar.

Leikarahjónin, Will og Jada Pinkett Smith, fengu arkitekt og innanhússhönnuð til innrétta hús sitt í Calabasas í Kaliforníu. Appelsínugulur litur á veggjum, sérsmíðað borð og bólstraðir stólar skapa mjög einstakt rými.

Íslandsvinurinn og leikarinn Gerard Butler er með viðarstíl á heimili sínu í Chelsea hverfinu á Manhattan í New York. Segir hann að hann hafi langað í stíl sem væri á sama tíma glæsilegur, karlmannlegur og hrár. Sérsmíðað níðþungt viðarborð er þungamiðja borðstofunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram