fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Strákarnir hugsa ekki um fjaðrafok utan vallar – „Við einbeitum okkur að réttu hlutunum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen

Arnór Sigurðsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, er brattur fyrir komandi leik gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni Evrópumótsins 2024.

Um fyrsta leik liðanna í undankeppninni er að ræða. Íslenska liðið æfir í Munchen í aðdraganda leiksins en heldur svo til Bosníu á morgun.

„Maður finnur það strax að menn eru vel gíraðir í þetta. Það eru mikilvægir leikir fram undan,“ segir Arnór.

Hann sér framfarir hjá íslenska landsliðinu.

„Við tókum skref fram á við saman í fyrra. Það eru samt enn þá hlutir sem við viljum bæta.

Það hefur alltaf verið mjög góð stemning í hópnum. Við viljum byggja ofan á það sem við erum að gera og þá er engin spurning að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur.“

Íslenska liðið ætlar sér að ná í úrslit í Bosníu.

„Það er engin spurning að við förum þangað til að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru harðir í horn að taka og þetta verður slagur.“

Auk Íslands og Bosníu eru í undanriðlinum Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liechtenstein. Arnór telur íslenska liðið eiga góðan möguleika á að komast á EM.

„Ég tel að við séum í góðum séns. Við verðum að setja kassann út og hafa trú á því.“

Mál Arnars Þórs Viðarssonar og Alberts Guðmundssonar hefur verið í brennidepli í aðdraganda leikjanna en Arnóir segir leikmenn ekkert spá í það.

„Við erum alveg einbeittir á að liðið sem er hér og að það sé hundrað prósent klárt í þá leiki sem eru fram undan. Við einbeitum okkur að réttu hlutunum.“ 

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Í gær

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Í gær

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Í gær

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
Hide picture