Það getur andað köldu á milli leikmanna Real Madrid og Barcelona og þá sérstaklega þegar stutt er frá leik liðanna.
Barcelona vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á sunnudag þar sem sigurmark Franck Kessie kom í uppbótatíma.
Beint eftir leik fóru svo spænskir leikmenn að ferðast í landsleiki og voru mættir á æfingu Spánar í gær.
Blaðamenn á Spáni voru fljótir að taka eftir því að leikmenn Real og Barcelona blönduðu ekki geði við hvorn annan.
Leikmenn liðanna héldu sig frá hvor öðrum eins og sjá má hér að neðan.
🧐'GRUPITOS' en el entrenamiento de la SELECCIÓN
🙄Los jugadores del Barça por un lado, los del Madrid por otro. #ChiringuitoSelección pic.twitter.com/YIhbOZ1LMh
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) March 21, 2023