Sheik Jassim frá Katar er samkvæmt enskum blöðum klár í að borga 5,5 milljarða punda fyrir Manchester United. Segir Mirror að með slíku tilboði vonist Jassim til að losna við Sir Jim Ratcliffe frá borðinu.
Aðilar frá Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe og hans hópur funduðu með Manchester United í síðustu viku. Báðir hópar vilja kaupa félagið af Glazer fjölskyldunni.
Determined Sheikh Jassim to up Man Utd bid to £5.5billion in hope of blowing Sir Jim Ratcliffe away | @DiscoMirror https://t.co/MUGO43YMP9
— Mirror Football (@MirrorFootball) March 21, 2023
Báðir aðilar fóru í gegnum fyrsta stig af þessum viðræðum og þurfa nú að leggja fram nýtt tilboð til að halda áfram.
Sheik Jassim hefur í digra sjóði að leita í Katar og er talið að hann muni reyna að bjóða upphæðir sem Ratcliffe er ekki klár í.
Aðilar hafa til 21:00 á morgun til að leggja fram nýtt tilboð en vonir standa til um að þetta ferli geti farið að taka á sig skýrari mynd í byrjun apríl.
🔴 Sir Jim Ratcliffe and his INEOS delegation were "very impressive" when they visited Manchester United on Friday
[via @SkyKaveh] pic.twitter.com/yHqlZgnxfw
— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2023