Ofurfyrirsætan, Irina Shayk var eitt sinn í löngu ástarsambandi með Cristiano Ronaldo nú leikman Al Nassr í Sádí Arabíu.
Ronaldo og Irina Shayk voru ofurpar en samband þeirra hófst árið 2009 og varð til ársins 2015.
Ronaldo var þá leikmaður Real Madrid en þau fóru að stingja saman nefjum skömmu eftir að Ronaldo yfirgaf Manchester United og gekk í raðir Madrid.
Parið ákvað að slíta sambandi sínu árið 2015 en Ronaldo átti frumkvæðið af því, var sagt að Irina Shayk hefði ekki komið nógu vel fram við móður Ronaldo.
Sambandið endaði ekki á góðum nótum og var Irina Shayk ósátt með málið og fór á Instagram síðu sína. Þar sagði hún fólki að hætta að fylgja sér ef þau væru aðeins að fylgjast með af því að hún væri fyrrverandi kærasta Ronaldo.
Þetta varð til þess að 11 milljónir fylgjenda hættu að fylgja Irina Shayk á næstu 24 klukkustundum. Var það á þeim tíma rúmlega 75 prósent af öllum fylgjendum hennar.
Irina hefur náð að sækja einhveja til baka og er með 21 milljón fylgjenda en Ronaldo er með 564 milljónir fylgjenda, enginn er með fleiri fylgjendur en hann.