Arsenal er með öll spilin á sinni hendi fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur átta stiga forskot á Manchester City en liðið hefur þó leikið leik meira en lærisveinar Pep Guardiola.
Ljóst er að gríðarleg spenna verður í apríl og maí en Arsenal hefur ekki unið deildina frá árinu 2004 en er nú í dauðafæri.
Liðin eiga eftir að mætast en sá leikur fer fram seint í apríl þegar Arsenal heimsækir Ethiad völlinn.
Arsenal á einnig erfiða útileiki gegn Liverpool og Newcastle og svo er það heimaleikur gegn Chelsea sem gæti reynst erfiður.
Manchester City á eftir þrjá flókna heimaleiki gegn Arsenal, Liverpool og Chelsea. Hér að neðan eru þeir leikir sem liðin eiga eftir.