Búist er við því að heimsmet muni falla ef eitt þeirra kauptilboða sem búist er við að berist í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United verði samþykkt.
Seinni frestur til þess að skila inn kauptilboðum í félagið rennur út á morgun og gæti aukinnar bjartsýni um að einhver þeirra tilboða sem berist í félagið verði yfir 5 milljarða punda markinu og yrði því að heimsmeti ef samþykkt verður.
Núverandi heimsmet yfir sölu á íþróttafélagi stendur í því sem nemur 4.65 milljörðum punda og var það sett í fyrra þegar að bandaríska NFL liðið Denver Broncos var selt.
Daily Mail greinir frá því að búist sé við því að sex kauptilboð berist í Manchester United áður en frestur morgundagsins rennur út. Í kjölfarið mun Glazer-fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United ákvarða næstu skref.
Af þessum sex tilboðum er búist við því að tvö þeirra muni fara yfir 5 milljarða punda markið. Annars vegar tilboð frá hópi fjárfesta frá Katar og hins vegar frá breska auðkýfingnum og Íslandsvininum Sir Jim Ratcliffe.
Önnur tilboð eru talin vera í kringum 4.5 milljarða punda markið.