Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen
Allir leikmenn íslenska karlalandsliðshópsins æfðu í Munchen í dag. Liðið undirbýr sig fyrir fyrsta leikinn í undakeppni Evrópumótsins 2024 gegn Bosníu og Hersegóvínu á fimmtudag.
Íslenska liðið æfði í annað sinn í Munchen í dag og mun gera það einnig á morgun áður en haldið verður til Bosníu. Þar mætir liðið heimamönnum í Zenica á fimmutdagskvöld.
Það var æft á glæsilegu æfingasvæði Bayern Munchen í dag og var ekki annað að sjá en að menn væru vel stemmdir og að standið á þeim væri gott.
Hér má sjá myndir frá æfingunni.