Franski atvinnumaðurinn Antoine Griezmann er nú sagður íhuga framtíð landsliðsferil sinn vandlega eftir að Didier Deschamps landsliðsþjálfari franska landsliðsins ákvað að Kylian Mbappé yrði fyrirliði liðsins fram yfir hann.
Frakkar eru að hefja veferð sína í undankeppni EM 2024 en miðillinn Le’Figaro segir Griezmann vera í miklu uppnámi eftir ákvörðun Dider Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands um að gera Mbappé að fyrirliða liðsins.
Griezmann, sem á að baki 117 landsleiki fyrir franska landsliðið og hefur skorað í þeim leikjum 42 mörk, er sagður vera í það miklu uppnámi að hann íhugi nú framtíð sína í landsliðinu.
Leikmaðurinn var hluti af franska landsliðinu sem komst alla leið í úrslitaleik HM í Katar undir lok síðasta árs og á meðan á mótinu stóð sagðist hann reiðubúinn að gefa allt fyrir franska landsliðið og þjálfara liðsins Deschamps.