Norski framherjinn Erling Braut Haaland, einn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, er meiddur á nára og missir af fyrstu tveimur leikjum Noregs í undankeppni EM gegn Spáni og Georgíu.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu en í samráði við lækna norska landsliðsins var ákveðið að senda Haaland aftur til Manchester City þar sem hann hefur blómstrað á yfirstandandi tímabili.
Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs segir vendingarnar hafa haft mikil áhrif á Haaland sem hafi tekið þetta inn á sig.
Haaland gekk til liðs við Manchester City fyrir yfirstandandi tímabil frá Borussia Dortmund. Hjá Manchester City hefur leikmaðurinn farið með himinskautum og skorað 42 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum.
Erling Haaland will return home from international duty due to a groin injury, an official statement from the Norwegian FA has announced 🇳🇴 pic.twitter.com/5tuSPwDWal
— ESPN UK (@ESPNUK) March 21, 2023