Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen
Íslenska karlalandsliðið er komið saman til æfinga í Munchen, þar sem það undirbýr sig fyrir komandi leik gegn Bosníu og Hersegóvínu á fimmtudag.
Leikurinn fer fram í Zenica í Bosníu en ákveðið var að undirbúningur Strákanna okkar færi fram í Munchen.
Í gær æfði íslenska liðið á heimavelli þýska D-deildarliðsins SpVgg Unterhaching en æfing dagsins í dag fer fram á æfingasvæði stórliðsins Bayern Munchen.
Þar er, líkt og gefur að skilja, allt til alls.
Á morgun ferðast liðið svo til Bosníu en mun áður taka lokaæfingu fyrir leik hér í Munchen.