Antonio Conte er á förum frá Tottenham og verður að öllum líkindum rekinn í þessari viku.
Matt Law hjá the Telegraph fullyrðir þessar fréttir í kvöld og segir að brottreksturinn verði tilkynntur í vikunni.
Tottenham er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er þá úr leik í Meistaradeildinni.
Conte komst í fréttirnar í síðustu viku er hann hraunaði yfir eigin leikmenn og kallaði þá sjálfselska.
Tími hans hjá enska félaginu virðist vera liðinn og gæti Mauricio Pochettino verið á leiðinni aftur.