fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Pútín með athyglisverð ummæli um Þýskaland

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. mars 2023 07:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland er enn „hertekið“ af Bandaríkjunum. Þetta sagði Vladímir Pútín, Rússlandsforseti, í síðustu viku að sögn The Guardian.

Ummælin tengjast viðbrögðum Þjóðverja við skemmdarverkunum á Nord Stream gasleiðslunum á síðasta ári en sprengjur voru sprengdar við þær og þær gerðar ónothæfar. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki.

„Málið er að evrópskir stjórnmálamenn hafa sagt opinberlega að Þýskaland hafi aldrei orðið fullkomlega fullvalda ríki eftir síðari heimsstyrjöldina,“ sagði Pútín á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Rossiya-1.

Hluti af Þýskalandi var bandarískt hernámssvæði eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar eða frá 1945 til 1949.

Hvað varðar sprengingarnar við Nord Stream gasleiðslurnar þá hafa Þjóðverjar sagt að sprengingarnar hafi ekki verið neitt óhapp en hafa hafnað því að segja hver geti hugsanlega borið ábyrgð á þeim.

Nýlega kom fram í erlendum fjölmiðlum að heimildir bandarískra og þýskra leyniþjónustustofnana bendi til að hugsanlega hafi hópur, hliðhollur Úkraínumönnum, verið að verki. Þetta hefur ekki fengist staðfest.

Áður höfðu verið vangaveltur um að Rússar hafi staðið á bak við skemmdarverkin. Enn aðrir hafa bent á Bandaríkin og enn aðrir á Úkraínu. Öll ríkin neita því að hafa átt hlut að máli.

Rússar segja þetta hafa verið hryðjuverk og hafa gefið í skyn að Vesturlönd hafi staðið á bak við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar