Ásdís Rán Gunnarsdóttir leikur eitt aðalhlutverka í næstu mynd ítalska leikstjórans Lorenzo Faccenda. Ásdís Rán fékk hlutverkið í gegnum umboðsmann sinn í Sofiu í Búlgaría þar sem hún bjó til margra ára, en myndin verður tekin upp þar. Smartland greinir frá.
„Ég fékk draumahlutverk. Ég leik hjákonu auðugs manns og ræð mann til þess að drepa konuna hans. Myndin er tekin upp á ensku og fara tökur fram í Búlgaríu en myndin á að gerast í Evrópskri stórborg. Tökur hefjast í byrjun apríl en ég fer út í næstu viku,“ segir Ásdís Rán.
Segist hún spennt fyrir hlutverkinu og ekki eiga erfitt með að setja sig inn í hlutverkið. „Það er auðvelt fyrir mig að setja mig í „fansy glamúrhlutverk“ því ég hef góða reynslu af því í gegnum auglýsingar og myndatökur,“ segir Ásdís Rán sem er byrjuð að læra söguþráðinn og textann sinn.
Viðtalið má lesa nánar á Smartland.is.