Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani, sem fer fyrir hópi katarska fjárfesta, mun leggja fram annað tilboð hópsins í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United á miðvikudaginn næstkomandi. Sky Sports greinir frá.
Katararnir hafa átt í góðum og jákvæðum samskiptum við forráðamenn Manchester United undanfarna daga og meðal annars fundað á Old Trafford, heimavelli félagsins sem og heimsótt æfingasvæði þess.
Nú sé tekin við vinna sem miðar að því að setja saman annað tilboð hópsins í Manchester Untied sem verði lagt fram fyrir lok miðvikudagsins næstkomandi.
Þá gæti aukinnar bjartsýni hjá hópnum fyrir því að Glazer-fjölskyldan muni fallast á tilboðið og selja Manchester United.
Þá er einnig búist við því að breski auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn, Sir Jim Ratcliffe, leggi fram annað tilboð í Manchester United.