Eddie Howe, stjóri Newcastle, var hissa er hann horfði á sína menn vinna Nottingham Forest 2-1 um helgina.
Newcastle vann 2-1 sigur en Alexander Isak skoraði sigurmarkið úr vitaspyrnu í síðari hálfleik.
Howe bjóst ekki við að Isak myndi taka spyrnuna, frekar Kieran Trippier sem er þekktur fyrir að vera með góða löpp.
,,Ég myndi elska það að geta tekið hrósið fyrir þetta, spyrnan var svo góð,“ sagði Howe.
,,Kieran var með boltann til að byrja með svo ég var ansi ringlaður en það var gott að sjá Alex taka svo gott víti.“
Trippier er vítaskytta Newcastle og kom það mörgum á óvart er Isak steig á punktinn til að tryggja sigurinn.