Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham gæti átt yfir höfði sér sex leikja bann, hið minnsta, eftir að hann missti stjórn á skapi sínu í leik gegn Manchester United í enska bikarnum í gær.
Mitrovic var allt annað en sáttur með Chris Kavanagh, dómara leiksins, ýtti við honum og las honum pistilinn áður en Kavanagh dró rauða spjaldið úr vasa sínum.
Hegðunin sem Mitrovic sýndi af sér og varð til þess að hann fékk að líta rauða spjaldið er flokkuð sem ofbeldisfull hegðun. Byrjunarreiturinn þegar ákvarða á bann fyrir slík brot er oftar en ekki þriggja leikja bann. Hins vegar er brot Mitrovic talið alvarlegra.
Talið er að Mitrovic muni fá sex leikja bann hið minnsta fyrir athæfi sitt. Líkurnar á því að bannið verði milli 8 til 10 leikir eru hins vegar taldar miklar.
Svo gæti farið að Mitrovic hafi leikið sinn síðasta leik á tímabilinu fyrir Fulham. Bannið sem hann á yfir höfði sér gæti teygt sig fram yfir endalok yfirstandandi tímabils.
What was Mitrovic thinking? Assault and verbal abuse Red. Two of the most obvious reds you’ll ever see. pic.twitter.com/GrFLBbf1Jq
— Stretford Post (@StretfordPost) March 19, 2023